Tottenham tók á móti Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.
Það var Christian Eriksen sem kom Tottenham yfir í upphafi leiks og Phil Jones skoraði svo sjálfsmark um miðjan fyrri hálfleikinn og niðurstaðan því 2-0 sigur Tottenham.
Paul Pogba, fyrirliða Manchester United var skipt af velli á 63. mínútu en fyrr í leiknum hafði Jose Mourinho látið hann heyra það duglega.
Miðjumaðurinn virtist hins vegar ekki hafa tekið fyrirmælum stjórans alvarlega sem kippti honum af velli en Pogba átti alls ekki góðan leik í gær.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Pogba doesn’t want to listen to Mourinho’s instructions?
Ok, off you come son. #mufc pic.twitter.com/a0hDLLCOEz— Man Utd Universe (@ManUtdUniverse) January 31, 2018