Muhamed Besic er genginn til liðs við Middlesbrough.
Hann skrifar undir lánssamning við félagið sem gildir út leiktíðina.
Besic hefur ekki átt fast sæti í liði Everton, undanfarin ár og ákvað því að reyna fyrir sér annarsstaðar.
Hann á að baki 56 leiki fyrir félagið síðan hann kom frá Ferencvaros árið 2014.