fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433

Henderson með ákall til leikmanna Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool hefur kallað eftir meiri stöðugleika hjá leikmönnum liðsins.

Liverpool situr sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 50 stig, jafn mörg stig og Chelsea sem er í fjórða sætinu.

Liðið vann góðan 3-0 sigur á Huddersfield á dögunum en hafði áður tapað tveimur leikjum í röð gegn Swansea og WBA, slökustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við erum spenntir að sjá hvað við getum gert á síðustu mánuðum tímabilsins. Þetta verður stórt próf fyrir okkur en ég tel að við séum tilbúnir,“ sagði fyrirliðinn.

„Við þurfum að sýna meiri stöðugleika og spila eins og við gerðum gegn Huddersfield. Ég er ekki að hugsa um stigamuninn á okkur og Tottenham, hann skiptir engu máli, ég vil bara vinna þennan leik.“

„Við þurfum líka að leggja meiri áherslu á það að halda markinu hreinu, við gerðum það í vikunni og erum með sjálfstraust núna. Vonandi náum við að nýta okkur þetta,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lykilmenn Barcelona lögðust gegn því að félagið myndi sækja Rashford

Lykilmenn Barcelona lögðust gegn því að félagið myndi sækja Rashford
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eitt ótrúlegasta framhjáhald sögunnar: Var þekktur en kaffærði viðhaldið í lygum – Google hjálpaði henni að komast að hinu rétta

Eitt ótrúlegasta framhjáhald sögunnar: Var þekktur en kaffærði viðhaldið í lygum – Google hjálpaði henni að komast að hinu rétta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Í gær

Love Island stjarna kemur upp um giftan leikmann Arsenal – „Ég skil ekki hvað hann var að hugsa“

Love Island stjarna kemur upp um giftan leikmann Arsenal – „Ég skil ekki hvað hann var að hugsa“
433Sport
Í gær

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023