Jón Daði Böðvarsson, framherji Reading er í liði vikunnar í ensku Championship deildinni.
Hann var í byrjunarliði Reading sem vann 3-1 sigur á Burton Albion í gærdag.
Jón Daði skoraði tvívegis fyrir Reading í leiknum og átti stóran þátt í öruggum sigri Reading.
Hann hefur verið sjóðandi heitur með Reading í undanförnum leikjum og skoraði m.a þrennu í bikarnum á dögunum.