Everton tekur á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 19:45 og eru byrjunarliðin klár.
Everton hefur verið að klifra upp töfluna í undanförnum leikjum og situr sem stendur í níunda sæti deildarinnar með 28 stig.
Leicester er í sjöunda sætinu með 34 stig og getur brúað bilið á Arsenal í fimm stig, með sigri í kvöld.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Everton: Pickford, Coleman, Jagielka, Keane, Martina, Davies, Gueye, Walcott, Rooney, Sigurdsson, Niasse
Leicester: Schmeichel, Amartey, Dragovic, Maguire, Chilwell, Albrighton, Ndidi, James, Gray, Okazaki, Vardy