Pep Guardiola verður búinn að eyða 450 milljónum punda í leikmenn hjá Manchester City á næstu klukkustundum.
Manchester City er að ganga frá kaupum á Aymeric Laporte miðverði Athetlic Bilbao.
City borgaði í gær klásúlu í samningi hans sem er 57 milljónir punda. Verður hann dýrasti leikmaður í sögu City.
Þessi 23 ára varnarmaður verður næst dýrasti dvarnarmaður í sögu fótboltans. Aðeins Virgil van Dijk er dýrari.
Laporte er mættur til Manchester eins og sjá má hér að neðan.
Exclusive: Aymeric Laporte is in Manchester to complete club record £57m #Transfer to Man City today. Latest @SkySportsNews #SSN #MCFC pic.twitter.com/UCeXd4IM16
— Ben Ransom (@BenRansomSky) January 30, 2018