Jose Mourinho, stjóri Manchester United tók sig til á dögunum og sendi hjartnæmt bréf til Fredrick Schofield, stuðningsmanns félagsins.
Schofield er 94 ára gamall en hann fékk heilablóðfall á dögunum og er nú að jafna sig á spítala.
Manchester United mætir Tottenham í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á miðvikudaginn næstkomandi en Mourinho tók sér tíma til þess að senda stuðningsmanninum huggunarorð.
„Kæri Fred,“ sagði Mourinho í bréfinu.
„Ég heyrði af stuðningi þínum við félagið okkar fyrir nokkru og ég ákvað að skrifa þér og þakka þér fyrir stuðninginn í gegnum árin. Stuðningsmenn Manchester United halda áfram að koma mér á óvart.“
„Mér skilst að þú hafir verið að ganga í gegnum erfiða tíma en vonandi hjálpar það þér í batanum að ég, leikmennirnir og starfsfólk félagsins hugsum öll vel til þín og sendum þér góða strauma á þessum erfiðu tímum,“ sagði hann að lokum.
Bréfið sem Mourinho sendi má sjá hér fyrir neðan.