U17 ára landslið Ísland lenti í 7. sæti á móti í Hvíta-Rússlandi sem lauk í morgun.
Liðið lék gegn Moldóva í leik um 7. sætið en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands þar sem að þeir Jóhann Árni Gunnarsson, Arnór Ingi Kristinsson og Davíð Snær Jóhannsson sem skoruðu mörkin.
Ísland náði góðum árangri á mótinu en liðið vann Rússland, Slóvakíu og Litháen en tapaði fyrir Ísrael.
Mótið var liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018.