Real Madrid gæti eytt 500 milljónum punda næsta sumar en það er Mail sem greinir frá þessu.
Liðið varð spænskur meistari á síðustu leiktíð og þá vann Real einnig Meistaradeildina, annað árið í röð.
Félagið seldi hins vegar nokkra leikmenn í sumar, án þess að styrkja hópinn og hefur gengi liðsins á þessari leiktíð valdið miklum vonbrigðum.
Liðið er úr leik í spænska Konungsbikarnum og þá situr Real í fjórða sæti spænsku deildarinnar, 16 stigum á eftir Barcelona.
Félagið ætlar sér að bæta við leikmönnum í sumar og eru Harry Kane, Eden Hazard og David de Gea sagðir efstir á óskalista liðsins.
Það er ljóst að allir þessir leikmenn myndu styrkja Real Madrid en verðmiðinn á Kane og Hazard er í kringum 200 milljónir punda og þá kostar De Gea í kringum 100 milljónir punda.