Jurgen Klopp, stjóri Liverpool reiknar ekki með því að fá inn nýja leikmenn í janúarglugganum.
Félagið keypti Virgil van Dijk í byrjunar mánaðarins fyrir metfé og þá var Philippe Coutinhi seldur til Barcelona fyrir 142 milljónir punda.
Stuðningsmenn Liverpool höfðu vonast til þess að Klopp myndi reyna að fylla skarðið sem Coutinho skilur eftir sér en stjórinn telur ólíklegt að hann muni versla meira í janúar.
„Það hefur ekkert breyst hjá mér, við erum alltaf að leita að leikmönnum sem styrkja liðið, allan ársins hring,“ sagði Klopp.
„Af hverju ætti ég að hætta því núna þótt að janúar sé að klárast? Ég skoða leikmenn allt árið, það eina sem ég þarf að ákveða núna er hvort ég leggi fram tilboð í janúar eða bíði með það fram á sumarið.“
„Eins og ég sagði áðan þá er ég alltaf að leita. Ég er með iPad sem er fullur af leikmönnum, allsstaðar að úr heiminum sem ég er að skoða, það er hluti af starfi mínu,“ sagði hann að lokum.