Borussia Dortmund tekur á móti Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag klukkan 14:30.
Pierre-Emerick Aubameyang er í byrjunarliði Dortmund í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við Arsenal að undanförnu.
Hann var ekki í hóp um síðustu helgi þegar Dortmund heimsótti Hertha Berlin en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.
Arsenal hefur lagt fram þrjú tilboð í Aubameyang í janúar, það síðasta hljóðaði upp á 50 milljónir punda en Dortmund hefur hafnað þeim öllum.
Þýska félagið vill fá í kringum 60 milljónir punda fyrir hann og þarf Arsenal að borga uppsett verð, ef þeir ætla sér að næla í framherjann.