Jose Mourinho, stjóri United gaf það sterklega í skyn á blaðamannafundi í vikunni að félagið myndi ekki versla fleiri leikmenn í glugganum.
Alexis Sanchez kom til United á dögunum í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan sem fór til Arsenal.
Sanchez mun að öllum líkindum byrja sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld en talið var að Mourinho myndi bæta við varnarmanni í glugganum.
„Ég ætla ekki að ræða um leikmenn við ykkur,“ sagði Mourinho.
„Tuanzebe er að fara á láni. Það er enginn annar að fara og það er enginn annar að koma.“
„Við munum reyna að klára öll kaup á met tíma í sumar,“ sagði Mourinho að lokum.