Kolbeinn Sigþórsson framherji FC Nants hefur hafið æfingar og vonast til að geta spilað á næstu mánuðum.
Kolbeinn hefur ekki spilað síðan í ágúst árið 2016 og því er eitt og hálft ár síðan að hann spilaði.
Framherjinn knái hefur verið í endurhæfingu og er nú byrjaður að æfa í Frakklandi.
Claudio Ranieri þjálfari Nantes segir að Kolbeinn sé að leggja mikið á sig til að komast í gang.
,,Kolbeinn hefur lagt mikla vinnu á sig í meiðslunum, það er samt mikið eftir sem er eðlilegt eftir svona,“ sagði Ranieri.
,,Hann er að æfa en hann þarf sinn tíma.“
Talað er um að sirka tveir mánuðir séu í að Kolbeinn geti byrjað að spila ef ekkert bakslag kemur.
Ef Kolbeinn nær heilsu eru góðar líkur á því að hann verði í HM hópi Íslands í sumar.
🎙 Claudio Ranieri : „@KSigthorsson a beaucoup travaillé après sa blessure. Mais il doit encore travailler physiquement, c’est normal.“
— FC Nantes (@FCNantes) January 25, 2018