Phil Neville var í gær ráðinn þjálfari kvennalandsliðs Englands eftir langt ferli.
Neville hætti skömmu eftir það á Twitter en þá fóru gamlar færslur frá honum á flug.
Þar er Neville sakaður um að hafa verið að tala niðrandi til kvenna fyrir nokkrum árum.
Þar svarar hann meðal annars systur sinni um að konur vilji alltaf jafnrétti þangað til að kemur að því að borga reikninginn.
Þá furðaði hann sig á því að konur væru ekki búnar að græja morgunmat og börnin á morgnanna.
Enska sambandið segir að Neville hafi ákveðið að hætta á Twitter ef hann myndi fá starfið.