Henrikh Mkhitaryan æfði í fyrsta sinn í dag með sínum nýju liðsfélögum í Arsenal.
Mkhitaryan skrifaði í gær undir samning við Arsenal en hann kom frá Manchester United.
Mkhitaryan kom í skiptum fyrir Alexis Sanchez sem fór til Manchester United.
Hann mun klæðast treyju númer 7 í deildinni en Sanchez lék áður í henni, hann mun hins vegar ekki vera í treyju númer 7 í Evrópudeildinni.
Ástæðan er sú að UEFA bannar það, Sanchez notaði þá treyju í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og Mkhitaryan má því ekki vera í henni þar. Arsenal mun því finna nýtt treyjunúmer fyrir Mkhitaryan í Evrópudeildina.
Miðjumaðurinn frá Armeníu fékk fá tækifæri hjá United og vildi sökum þess fara.