Hörður Björgvin Magnússon átti erfiðan dag á skrifstofunni þegar Manchester City heimsótti Bristol City í seinni leiknum í undanúrslitum enska bikarsins.
Eftir 2-1 tap á útivelli voru lærisveinar Lee Johnson brattir fyrir heimsókn besta lið Englands.
Allt var á góðu róli þangað til á 43 mínútu leiksins þegar leikmenn Bristol City voru í vandræðum með að koma boltanum frá.
Boltinn barst svo til Harðar í teig Bristol City og í stað þess að hreinsa boltanum í burtu reyndi hann að halda Bernardo Silva frá sér. Það mistókst og Bernando komst í boltann og setti hann á Leroy Sane sem skoraði. Slæm mistök Harðar.
Lee Johnson var óhress með Hörð og kippti honum af velli í hálfleik en City komst svo í 0-2 með marki frá Kun Aguero og einvígið svo gott sem búið
Bristol lagaði stöðuna með marki frá Marlon Pack og í uppbótartíma skoraði Aden Flint og jafnaði leikinn.
Bristol hafði mínútu til að sækja til sigurs en það nýtti City sér og Kevin de Bruyne tryggði 2-3 sigur og 5-3 sigur samanlagt.
Bristol er því úr leik eftir frábæra keppni en Pep Guardiola er kominn með sína drengi á Wembley.