,,Ég er pirraður og reiður,“ sagði Jurgen Klopp stjóri Liverpool eftir 1-0 tap gegn Swansea í kvöld.
Fyrsta tap Liverpool í langan tíma kom viku eftir góðan sigur á Manchester City.
,,Við töpuðum leiknum í fyrri hálfleik, við gerðum ekki það sem við vildum gera. Þetta hefur ekki gerst oft svo ég sá þetta ekki gerast, ég var hissa. Við vorum ekki á flugi í fyrir hálfleik.“
,,Við settum pressu í lokinn en ekki nóg til að skora, við vorum óhepnir undir lok leiksins. Þetta hefði verið slæmur leikur ef við hefðum jafnað, það hefði ekki breytt neinu.“
,,Swansea berst fyrir lífi sínu, við voru í vandræðum í sóknarleik okkar. Við förum heim með ekkert stig og kennum okkur sjálfum um.“