Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var mættur á blaðamannafund á dögunum þar sem hann ræddi m.a leik liðsins gegn Swansea á mánudaginn.
Alexis Sanchez, sóknarmaður Arsenal er að ganga til liðs við Manchester United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan.
Klopp skaut föstum skotum á Arsenal og Sanchez á blaðamannafundinum og sagði að enginn leikmaður Liverpool myndi yfirgefa félagið á miðju tímabili fyrir lið í ensku úrvalsdeildinni.
„Það myndi enginn leikmaður Liverpool yfirgefa félagið í janúar fyrir annað lið á Englandi, ég get bara staðfest þetta,“ sagði Klopp.
„Ég er ekki bara sannfærður um þetta, það er algjörlega ómögulegt að hugsa til þess að þetta myndi gerast.“
„Ég sé það ekki gerast að einhver leikmaður minn komi til mín og segist vilja fara í annað félag á Englandi, það er bara ekki að fara gerast,“ sagði Klopp að lokum.