Pep Guardiola, stjóri Manchester City lét þau ummæli falla á dögunum að hann vildi eingöngu kaupa leikmenn sem væru góðar manneskjur.
Hann tók við City sumarið 2016 en liðið hefur stungið af í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og er að spila frábærlega.
City hefur verið orðað við nokkra leikmenn í janúarglugganum, þar á meðal Virgil van Dijk og Alexis Sanchez en Van Dijk endaði hjá Liverpool og Sanchez er að fara til Manchester United.
„Það tekur leikmenn oft misjafnan tíma að aðlagast en ef þeir eru góðar manneskjur þá tekur það styttri tíma,“ sagðu Guardiola.
„Við viljum fá góðar manneskjur til okkar. Delph er meiddur, Kompany er betri en hann var en ég veit ekki hvort hann verði klár um helgina.“
„Eins og staðan erum við í vandræðum, varnarlega. Við höfum verið í smá basli á tímabilinu því við keyptum bara einn vinstri bakvörð en okkur hefur tekist að leysa það,“ sagði hann að lokum.