fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433

Sjóðheitir sóknarmenn setja pressu á Heimi

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 20. janúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst eftir 144 daga í Rússlandi og í fyrsta sinn verður Íslands með á þessum stærsta íþróttaviðburði í heimi. Karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sig inn á mótið í október í fyrra og síðan þá hefur knattspyrnuáhugafólk byrjað að telja niður. Nú þegar farið er að styttast í mótið byrjar Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari að velta hlutunum fyrir sér. Landsliðið var að klára verkefni í Indónesíu þar sem minni spámenn fengu að sýna sig og sanna, sumir nýttu tækifærið en aðrir ekki. Landsliðið lék tvo leiki við heimamenn þar sem Albert Guðmundsson skoraði þrennu í síðari leiknum.

Þrenna Alberts breytir talsverðu

Þrenna Alberts á dögunum í Indónesíu breytir talsverðu, hann hefur stimplað sig inn þótt andstæðingurinn hafi verið slakur. Albert er í hópi tíu leikmanna sem hafa skorað þrennu í landsleik, afrekið er því magnað. Ísland hefur í mörg skipti spilað við slaka andstæðinga og að skora þrennu er ekki hrist fram úr erminni. Albert sem verður 21 árs á árinu hefur með þessu komið sér inn í myndina þegar Heimir velur 23 leikmenn fyrir Rússlandsförina. Bæði er hægt að velja Albert sem miðjumann og sóknarmann.

Ótrúlega margir framherjar

Ótrúlega margir framherjar eru í boði fyrir Heimi að taka með til Rússlands (sjá í boxi). Alfreð Finnbogason getur byrjað að pakka í töskur fyrir Rússland svo lengi sem hann helst heill heilsu, sömu sögu er að segja af Jóni Daða Böðvarssyni, en síðan flækist myndin talsvert. Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson hafa átt nokkuð öruggt sæti í hópnum undanfarið en þeirra plássi gæti verið ógnað, nánast er öruggt að annar þeirra fari með til Rússlands, en Viðar eða Björn gætu þurft að bíta í það súra epli að fara ekki. Kjartan Henry Finnbogason hefur nýtt tækifæri sín með landsliðinu mjög vel og kemur vel til greina, þrenna Alberts kemur honum svo inn í myndina. Eins og fyrr segir gæti Albert komið inn sem miðjumaður og því yrðu áfram fjórir framherjar í hópnum.

Hvað gerir Kolbeinn?

Íslensk knattspyrnuáhugafólk bíður spennt eftir hverjum þeim tíðindum sem berast af Kolbeini Sigþórssyni, framherja Nantes. Kolbeinn hefur ekki spilað knattspyrnu síðan í ágúst árið 2016 eða rétt eftir Evrópumótið í Frakklandi. Fréttirnar sem nú berast af Kolbeini eru jákvæðar. Hann fór til Katar í meðhöndlun og æfingar sem gengu vel. Hann hefur verið í Frakklandi í læknisskoðunum og slíku og sjálfur er hann bjartsýnn á að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn innan tíðar. Ef Kolbeinn kæmist í gang fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi má ljóst vera að erfitt væri fyrir Heimi að skilja hann eftir, Kolbeinn var algjör lykilmaður fyrir meiðsli sín og átti stóran þátt í árangri liðsins fyrir og í Frakklandi. Kolbeinn er framherji í fremstu röð og ef hann nær bata eru aðrir sem byrja að svitna, þeir vita að heill Kolbeinn Sigþórsson á fast sæti í byrjunarliði Íslands.

Verkefni í mars ræður úrslitum

Landsliðsverkefni verður í mars, það síðasta áður en Heimir velur hóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Þar fá menn síðasta tækifæri til að sýna sig og sanna. Gott gengi með félagsliði gæti þó tryggt einhverjum óvænt farmiða til Rússlands. Liðið mun leika gegn Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum og eftir það verkefni verða línur farnar að skýrast. Margir leikmenn sem hafa miklar væntingar munu sitja eftir með sárt ennið þegar Heimir velur lokahóp sinn í maí. Þegar Ísland fór á EM voru leikmenn eins og Viðar Örn Kjartansson, Rúrik Gíslason og Sölvi Geir Ottesen skildir eftir heima. Valið fyrir EM í Frakklandi kom á óvart að mörgu leyti og það gæti gert það aftur fyrir HM í Rússlandi.

Sóknarmenn sem vilja komast á HM

SjóðheitirJón Daði Böðvarsson skoraði þrennu gegn Stevenage í síðasta leik sínum.Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Indónesíu í síðasta leik sínum.Alfreð Finnbogason skoraði þrennu gegn Freiburg í síðasta leik sínum.Viðar Örn Kjartansson skoraði tvennu gegn Maccabi Haifa í síðasta leik sínum.Björn Bergmann Sigurðarson skoraði tvennu í síðasta leik sínum gegn Sarpsborg 08.

Aðrir sem koma til greinaKjartan Henry Finnbogason (Horsens)Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)Kristján Flóki Finnbogason (Start)Andri Rúnar Bjarnason (Helsingborg)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir þetta gefa sterklega til kynna að Hareide fái sparkið frá KSÍ á næstu dögum

Segir þetta gefa sterklega til kynna að Hareide fái sparkið frá KSÍ á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester City og Tottenham – De Bruyne á bekknum

Byrjunarlið Manchester City og Tottenham – De Bruyne á bekknum
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn