Dortmund hefur hafnað 40 milljón punda tilboði Arsenal í Pierre-Emerick Aubameyang en það er Mail sem greinir frá þessu.
Félagið lagði inn tilboðið fyrr í dag en Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund flaug út til London í morgun til þess að ræða við forráðamenn Arsenal.
Dortmund vill fá að minnsta kosti 50 milljónir punda en framherjinn hefur nú þegar samþykkt kaup og kjör við Arsenal.
Þýska félagið er tilbúið að selja hann, fyrir rétta upphæð en eins og áður sagði þarf Arsenal að hækka tilboð sitt umtalsvert til þess að fá framherjann.
Hann var ekki í leikmannahópi liðsins gegn Herthu Berlin í gær og bendir allt til þess að hann sé á förum.