Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Real Madrid gæti verið á förum frá félaginu í sumar en frá þessu greina spænskir fjölmiðlar.
Ronaldo vill fá nýjan og betrumbættan samning hjá félaginu og vill fá sömu laun og Lionel Messi og Neymar.
Real Madrid er ekki tilbúið að semja við hann og því gæti hann verið á förum en hann er ósáttur með framkomu forráðamanna félagsins.
Hann hefur verið sterklega orðaður við kínversku ofurdeildina og þá höfðu PSG og Manchester United einnig áhuga á honum.
Marca greinir hin svegar frá því í dag að Ronaldo muni að öllum líkindum ekki fara til United þar sem að félagið er að fá Alexis Sanchez frá Arsenal.
Þá gæti Real Madrid reynt að nota Ronaldo í skiptum fyrir Neymar, sóknarmann PSG en sá síðarnefndi hefur verið sterlega orðaður við Real Madrid að undanförnu.
Hvort Ronaldo endi í Kína þarf að koma betur í ljós en hann hefur aðeins skorað 4 mörk í spænsku deildinni á þessari leiktíð og virðist vera farinn að þreytast.