Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Dortmund er sterklega orðaður við Arsenal þessa dagana.
Hann hefur nú þegar samþykkt samningstilboð frá Arsenal en félögin ræða nú sín á milli um kaupverðið á leikmanninum.
Þá greindu enskir fjölmiðlar frá því í gær að Olivier Giroud gæti farið til Dortmund í skiptum fyrir Aubameyang.
Samkvæmt Mirror þá vill Dortmund fá 61 milljón punda fyrir framherjann en það er upphæð sem Arsenal er ekki tilbúið að borga.
Það gæti því farið svo að leikmaðurinn verði áfram í Þýskalandi en Arsene Wenger reynir að styrkja hóp sinn þar sem Alexis Sanchez er á förum til Manchester United.