Af stóru sex liðunum í ensku úrvlsdeildinni fá uppaldir leikmenn að spila mest hjá Manchester United.
Þeir Jesse Lingard og Marcus Rashford eiga þar stærstan þátt en þeir spila stórt hlutverk.
Hjá Manchester City hafa uppaldir leikmenn fengið að spila sjö mínútur í ensku úrvalsdeildinni í ár.
Hjá United eru mínúturnar 3540 sem leikmenn sem komið hafa upp í gegnum unglingastarfið hafa spilað.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.
Lið – Mínútur uppaldra leikmanna:
Man City: 7
Liverpool: 710
Chelsea: 1,335
Arsenal: 2,516
Tottenham: 2,738
Man Utd: 3,540