Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Borussia Dortmund er sterklega orðaður við Arsenal þessa dagana.
Samkvæmt miðlum á Englandi hefur framherjinn nú þegar samþykkt að ganga til liðs við félagið en Dortmund og Arsenal ræða ennþá um kaupverðið sín á milli sem er talið vera í kringum 50 milljónir punda.
Dortmund vill losna vil Aubameyang sem hefur verið til vandræða á þessari leiktíð vegna agavandamála en Mail greinir frá því í dag að þýska félagið reyni að fá Olivier Giroud í skiptum.
Dortmund vildi fá Giroud síðasta sumar en framherjinn ákvað að halda kyrru fyrir hjá Arsenal og reyna að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu.
Hann vill hins vegar fara með Frökkum til Rússlands og gæti því ákveðið að beyta til þar sem hann fær að spila reglulega.