Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hefur opnað á nýjan leik.
Það má því búast við svakalegu fjöri næstu daga.
—————-
Chelsea hefur rætt við West Ham um Andy Carroll. (Telegraph)
West Ham er til í að selja Carroll á 20 milljónir punda. (Sky)
Henrikh Mkhitaryan vill góða launahækkun ef hann á að fara til Arsenal. (Mirror)
Theo Walcott verður leikmaður Everton í dag. (Echo)
Pierre-Emerick Aubameyang hefur beðið Dortmund að leyfa sér að fara til Arsenal. (Mirror)
Marko Grujic miðjumaður Liverpool gæti farið til Middlesbrough eða Cardiff á láni. (ESPN)
Manolo Gabbiadini framherji Southampton gæti farið aftur til Bologna. (Sky ITalia)
Tottenham hefur áhuga á James Maddison miðjumanni Norwich. (Standard)
Fulham ræðir við Sebastian Leto. (Mail)
Neven Subotic og Marc Bartra gætu farið frá Dortmund í janúar. (Bild)