Það bendir margt til þess að Alexis Sanchez muni ganga í raðir Manchester United á næstunni.
Telegraph segir frá því að Sanchez hafi samþykkt fjögurra og hálfs árs samning við United.
Arsenal reynir nú að sannfæra Henrikh Mkhitaryan um að koma frá United til Arsenal í hans stað.
Mkhitaryan er ekki sannfærður en Mino Raiola umboðsmaður hans ræðir við Arsenal.
Guardian segir hins vegar frá því að ef Mkhitaryan neitar að fara að United telji að Sanchez komi.
Félagið muni þá borga 30-35 milljónir punda svo að kaupin á Sanchez muni ganga í gegn.
Jose Mourinho telur að Ed Woodward stjórnarformaður United myndi ganga frá slíku.