Theo Walcott, sóknarmaður Arsenal er staddur í læknisskoðun hjá Everton en það er BBC sem greinir frá þessu.
Hann hefur verið sterklega orðaður við Everton, undanfarnar vikur og nú virðast félagaskiptin vera að ganga í gegn.
Sam Allardyce tók við liðinu í haust og vill styrkja leikmannahópinn fyrir seinni hluta tímabilsins á Englandi.
Hann hefur nú þegar fengið Cenk Tosun til félagsins og verður Walcott annar leikmaðurinn sem hann kaupir á stuttum tíma.
Everton er í níunda sæti ensku úrvalsdieldarinnar með 27 stig en Gylfi Þór Sigurðsson leikur með liðinu eins og flestum ætti að vera kunnugt.