Jurgen Klopp stjóri Liverpool léttur, ljúfur og kátur eftir 4-3 sigur á Manchester City í dag.
Liverpool varð fyrsta liðið til að vinna City í ensku úrvalsdeildinni í ár.
Lærisveinar Klopp voru í stuði en það fór um þýska stjórann undir lok leiksins þegar City reyndi að jafna leikinn.
,,Hvað í fjandanum var þetta?,“ sagði Klopp í beinni útsendingu í Bandaríkjunum eftir leik.
Þáttarstjórnandinn baðst afsökunar á talsmáta Klopp. ,,Ég hélt að þetta mætti í Bandaríkjunum,“ sagði sá þýski léttur.
Jurgen Klopp live on US TV….
— Jim Boardman (@JimBoardman) January 14, 2018