fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
433

Van Dijk tjáir sig loksins um verðmiðann á sér

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk varð á dögunum dýrasti varnarmaður heims þegar Liverpool borgaði 75 milljónir punda fyrir hann.

Varnarmaðurinn kemur til liðsins frá Southampton en félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu.

Van Dijk stimplaði sig inn með látum á Anfield en hann skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Everton í 3. umferð FA-bikarsins í byrjun janúar.

„Verðmiðinn gerir mig ekki stressaðan, þetta er mikið hrós til mín sem leikmanns og undirstrikar þá vinnu sem ég hef lagt á mig a undanförnu að Liverpool sé tilbúið að borga svona háa upphæð fyrir mig,“ sagði Van Dijk.

„Ég get ekki breytt neinu varðandi þessa upphæð. Ég er kominn í frábært félag og núna vil ég bara standa mig vel fyrir Liverpool.“

„Andrúmsloftið á Anfield er ótrúlegt, í hverjum einasta heimaleik og ég er bara mjög ánægður að vera loksins kominn hingað til félagsins,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skoraði kannski fallegasta sjálfsmark sögunnar um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Skoraði kannski fallegasta sjálfsmark sögunnar um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sat fyrir aftan Amorim í gær – Uppljóstrar því hvaða tveir leikmenn fóru í taugarnar á honum

Sat fyrir aftan Amorim í gær – Uppljóstrar því hvaða tveir leikmenn fóru í taugarnar á honum
433Sport
Í gær

Ný ummæli Salah um framtíð sína hjá Liverpool vekja mikla athygli

Ný ummæli Salah um framtíð sína hjá Liverpool vekja mikla athygli
433Sport
Í gær

Fullyrðir að Gylfi sé ekki að ýta á það að fara frá Val

Fullyrðir að Gylfi sé ekki að ýta á það að fara frá Val