Liverpool ætlar sér að fá Naby Keita til félagsins í janúarglugganum en félagið keypti hann af RB Leipzig, síðasta sumar.
Samkomulagið var hins vegar á þá vegu að Keita myndi ekki ganga til liðs við Liverpool fyrr en í sumar en Liverpool gæti þurft að borga Leipzig 66 milljónir punda fyrir hann.
Telegraph greinir frá því í dag viðræður á milli félaganna sé nú langt á veg komnar en Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í vikunni.
Jurgen Klopp vill því fá Keita til félagsins sem allra fyrst og er Liverpool sagt tilbúið að borga auka 13 milljónir punda fyrir það.
Keita hefur ekki spilað vel með Leipzig á leiktíðinni og vilja margir meina að hausinn á honum sé kominn til Liverpool.