fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433

Jurgen Klopp gefur í skyn að Coutinho hafi neitað að spila fyrir Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var mættur á blaðamannafund í dag þar sem hann ræddi stórleikinn við Manchester City um helgina.

Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í vikunni fyrir 145 milljónir punda sem gerir hann að þriðja dýrasta leikmanni heims.

Margir hafa sett spurningamerki við söluna á Coutinho en hann hefur verið yfirburðarmaður á Anfield, undanfarin ár.

„Ég vissi að þeir myndu koma með tilboð í hann í janúar og staðan hefði getað orðið ansi erfið ef við hefðum bannað honum að fara,“ sagði Klopp.

„Ef ég hefði sagt honum að hann væri samningsbundinn og neytt hann til þess að vera hérna áfram og hvað svo? Láta hann spila alla leikina eftir áramót, ósáttan?“

„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka. Get ég áfram notað hann og mun hann nýtast okkur? Ef ég á að vera hreinskilinn þá hafði ég ekki trú á því og þess vegna seldum við.“

„Hann stóð sig frábærlega fyrri hluta tímabilsins þrátt fyrir allt sem átti sér stað í sumar. Ég taldi mig ekki geta fengið það sama frá honum eftir þennan glugga.“

„Þetta er búið núna og það er kominn tími til þess að horfa fram á veginn,“ sagði Klopp að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara
433Sport
Í gær

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“
433Sport
Í gær

Amorim bannaði Leny Yoro að spila með varaliðinu

Amorim bannaði Leny Yoro að spila með varaliðinu
433Sport
Í gær

Breiðablik borgar um 15 milljónir fyrir Óla Val

Breiðablik borgar um 15 milljónir fyrir Óla Val
433Sport
Í gær

Flestir vilja að Alan Shearer taki við stóra starfinu í sjónvarpi

Flestir vilja að Alan Shearer taki við stóra starfinu í sjónvarpi