Harðjaxlinn frá Dalvík, Heiðar Helguson samdi við Watford á Englandi fyrir 18 árum síðan.
Félagið minnist á þetta á Twitter síðu sinni en Heiðar átti góða tíma hjá félaginu.
Heiðar lék í sex ár með Watford eða frá 1999 til 2005.
Framherjinn fór frá Watford til Fulham en stuðningsmenn Watford tala alltaf fallega um Heiðar.
Heiðar lék svo aftur með Watford árið 2009 þegar hann kom á láni til félagsins.
Myndband af nokkrum mörkum hans eru hér að neðan.
📆 | #OnThisDay 18 years ago, Heidar Helguson joined #watfordfc from @LillestromSK.
Appearances ➡️ 228
Goals ➡️ 76
Legend 💪What's your favourite Heidar moment⁉️ pic.twitter.com/tqJsXhRveC
— Watford FC (@WatfordFC) January 11, 2018