Uppfært: Leikurinn er hafinn á nýjan leik
Leikur Íslands og Indónesíu hefur verið settur í pásu um stund hið minnsta.
Mikið hefur rignt í Indónesíu og þegar þrumur fóru að heyrast flautaði dómarinn af.
Leikur gæti hafist aftur en aðstæður eru erfiðar enda hefur mikið rignt.
Völlurinn er svo gott sem óleikhæfur og því líkur á að leik verði hætt. Um 55 mínútur voru búnar af leiknum.
Ísland var þá 2-0 yfir en Kristján Flóki Finnbogason og Andri Rúnar Bjarnason höfðu skorað mörkin.