Emre Can, miðjumaður Liverpool gaf það í skyn á dögunum að hann gæti verið áfram hjá félaginu.
Samningur hans við Liverpool renuur út í sumar og hefur hann verið sterklega orðaður við Juventus á Ítalíu.
Enskir fjölmiðla greindu frá því á dögunum að Can væri búinn að semja við Juventus en hann gaf það í skyn að hann gæti vel spilað áfram hjá Liverpool á næstu árum.
„Ég vil taka það fram að það er nóg af leikjum eftir hjá Liverpool og ég vonast til þess að haldast heill og komast með Þjóðverjum á HM,“ sagði Can.
„Við höfum verið að spila mjög vel upp á síðkastið og vonandi getum við gert atlögu að titlum á leiktíðinni, hugsanlega FA-bikarnum eða Meistaradeildinni.“
„Við viljum vinna titla hérna og við höfum trú á því að við getum gert það, það er nóg eftir og ég er bara að einbeita mér að Liverpool, framtíð mín er ennþá óráðin og kannski skrifa ég undir nýjan samning í sumar,“ sagði Can að lokum.