Antonio Conte stjóri Chelsea hefur staðfest að félagið hafi reynt að krækja í Virgil van Dijk.
Liverpool krækti í Van Dijk og gekk hann í raðir félagsins á fyrsta degi ársins fyrir 75 milljónir punda.
Chelsea hafði hins vegar áhuga en Van Dijk valdi að fara til Liverpool.
,,Svona er fótboltinn og lífið, hann var á óskalista okkar, svona er boltinn,“ sagði Conte.
,,Við getum haft marga leikmenn á lista okkar en það þarf að ná í þá, markaðurinn er ekki einfaldur fyrir neitt félag.“
,,Liverpool keypti Van Dijk til að styrkja vörn sína, hann er öflugur varnarmaður. Þeir borguðu líka 75 milljónir punda fyrir hann.“