John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea segir að hann hafi gjörsamleag elskað lífið undir stjórn Jose Mourinho.
Frá fyrsta degi fór Terry að punkta niður hluti sem Mourinho gerði og sagði.
Þetta ætlar Terry að nýta sér þegar hann verður þjáflari en það er draumur hans þegar ferilinn er á enda.
,,Ég var ungur þegar Mourinho kom fyrst til Chelsea, aðeins 23 ára,“ sagði Terry.
,,Eftir nokkrar æfingar, þá fór ég að koma með blöð og penna. Ég fór að skrifa niður það sem hann gerði.“
,,Það sem hann sagði á fundum, það sem hann sagði fyrir leiki eða í fjölmiðlum. Stundum eftir æfingar þá fór ég strax að skrifa allt sem við gerðum niður.“
,,Hann vissi hvað hann var að gera, hann kunni að ýta við mér en vissi þegar hann átti að faðma mig. Stundum sagði hann mér að ég væri bestur í heimi, hann vissi hvenær hann átti að segja það í fjölmiðlum.“
,,Þú fórst út sem leikmaður og trúðir því að þú værir bestur í heimi. Það hafði áhrif á spilamennsku okkar og það var Jose að þakka. Frá því að Jose tók við þá vissi ég að mig langaði í þjálfun.“