Brendan Rodgers, fyrrum stjóri Liverpool var ansi nálægt því að vinna ensku úrvalsdeilina með félagið.
Hann stýrði Liverpool á árunum 2012 til 2015 en var rekinn í október eftir jafntefli gegn Everton.
Rodgers greindi frá því í viðtali á dögunum að Luis Suarez hefði alltaf verið eftirsóttur og á einum tímapunkti þurfti hann að beita öllum sínum sannfæringarkrafti í að halda leikmanninum hjá félaginu.
„Fyrst þegar að ég kom til Liverpool vildi Juventus fá Luis en okkur tókst að tala hann til. Ég sagði honum að við ætluðum að byggja liðið upp í kringum hann og hans eiginleika,“ sagði Rodgers.
„Á mínu öðru tímabili þá reyndi Arsenal að fá hann. Aftur tókst mér að sannfæra hann, ég lofaði honum því að við myndum ná árangri og við gerðum það. Þetta var hans lang besta tímabil með liðinu.“
„Mér leið alltaf eins og við gætum gert allt fyrir leikmennina þegar kom t.d að launum en ef þeir vildu ekki vera áfram, þá var ekkert sem við gátum gert, þrátt fyrir stærð félagsins.“
„Hann endaði svo á því að fara til Barcelona sem voru mikil vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Rodgers að lokum.