Alex Iwobi sóknarmaður Arsenal hefur gerst sekur um alvarlegan dómgreindarbrest.
Á föstudagskvöldið ákvað Iwobi hins vegar að skella sér á djammið langt fram eftir nóttu.
Iwobi var í eiturlyfjapartýi sem haldið var í Soho hverfinu í London. Arsene Wenger veit af málinu og er ekki sáttur.
Iwobi var á djamminu til hið minnsta 03:00 en á laugardeginum var æfing og á sunnudag leikur gegn Nottingham Forrest í enska bikarnum. Þar tapaði Arsenal og Iwobi byrjaði leikinn.
Meira:
Myndir: Iwobi í eiturlyfjapartýi langt fram eftir nóttu – Degi fyrir leik
Arsenal íhugar nú að sekta Iwobi en hann þarf að svara til saka. Gary Neville sérfræðingur Sky Sports segir að reglurnar í dag séu ekki svona.
,,Það voru 48 klukkustundir fyrir 25 árum síðan,“ sagði Neville.
,,Núna eru 99 prósent af leikmönnum sem ekki fara út 4-5 dögum fyrir leik.“
,,Undir lok ferilsins hjá United þá var reglan sú að það var í lagi að fara út á laugardagskvöldi ef það var ekki leikur fyrr en helgina eftir.“