fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Fyrrum leikmaður Liverpool gefur í skyn að Henderson sé betri leikmaður en Keita

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Murphy, fyrrum miðjumaður Liverpool telur að Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool sé betri leikmaður en Naby Keita.

Félagið lagði mikið á sig til þess að fá Keita á Anfield en hann mun ganga til liðs við Liverpool, næsta sumar fyrir rúmlega 66 milljónir punda.

Á meðan stuðningsmenn Liverpool eru mjög spenntir fyrir Keita þá hafa þeir verið duglegir að gagnrýna Henderson og finnst mörgum hann ekki nægilega góður til þess að spila fyrir félagið.

„Ég er ekki viss með Keita, ekki miðað við það sem ég hef séð af honum,“ sagði Murphy á dögunum.

„Hann er mikill íþróttamaður og býr yfir hæfileikum. Hann hefur ákveðna kosti, líkt og Jordan Henderson. Hann er atvinnumaður, góður íþróttamaður og skilar alltaf sínu.“

„Hann er hins vegar ekki að búa mikið til og þannig leikmann þarftu ef þú vilt berjast um enska úrvalsdeildartitilinn eða vinna Meistaradeildina. Leikmenn eins og Gerrard, Souness, Alonso, Mascherano, þessi týpa af leikmanni.“

„Ég er ekki viss um að Keita sé betri leikmaður en Henderson,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals