Neymar, sóknarmaður PSG varð í sumar dýrasti knattpspyrnumaður heims þegar PSG borgaði tæplega 200 milljónir punda fyrir hann.
Hann hefur farið frábærlega af stað með franska liðinu og hefur nú skorað 19 mörk í 21 leik fyrir PSG, ásamt því að leggja upp 12 mörk.
Þrátt fyrir það er hann sterklega orðaður við Real Madrid en Neymar er sagður ósáttur í Frakklandi.
Don Balon greinir frá því í dag að leikmaðurinn sé tilbúinn að fara til Madrid, ef félagið rekur Zinedine Zidane, stjóra liðsins.
Gengi Real Madrid á þessari leiktíð hefur ekki verið gott en liðið er nú 16 stigum á eftir toppliði Barcelona.