Manchester City hefur lagt fram formlegt tilboð í Alexis Sanchez en það er Mirror sem greinir frá þessu.
Tilboðið hljóðar upp á 25 milljónir punda en í fyrstu var talið að Arsenal myndi ekki sætta sig við neitt minna en 35 milljónir punda.
Independent greinir hins vegar frá því að Arsenal sé tilbúið að lækka verðmiðann á honum en hvort þeir séu tilbúnir að fara niður í 25 milljónir punda þarf að koma betur í ljós.
Sanchez var nálgæt því að ganga til liðs við City í sumar en félagaskiptin gengu ekki í gegn þar sem að Arsenal tókst ekki að finna arftaka fyrir hann.
Hann verður samningslaus næsta sumar og Arsenal vill frekar selja hann núna en að missa hann frítt í sumar.