Kolbeinn Sigþórsson gæti brátt spilað knattspyrnu á nýjan leik eftir langa fjarveru.
Kolbeinn lék síðast með Nantes í Frakklandi í ágúst árið 2016, stuttu eftir EM í Frakklandi.
Síðan þá hefur kappinn farið í aðgerðir og endurhæfingin hefur ekki gengið eins vel og vonast var eftir.
Kappinn var í Katar á dögunum í endurhæfingu áður en hann hélt til Frakklands til æfinga með Nantes.
,,Ég er hérna til að vera í endurhæfingu, ég hef verið meiddur á hné í eitt og hálft ár. Ég er hér til að klára endurhæfingu mína, ég reyni að komast á völlinn. Ég vil vera klár fyrir liðið mitt í janúar,“ sagði Kolbeinn.
,,Þetta er fullkomin staður fyrir mig að vera í endurhæfingu. Draumur minn er að fara á HM, það er þannig fyrir alla leikmenn. Ég kem hingað með það í huga, ég undirbý mig þannig. Vonandi get ég verið hluti, ég er jákvæður að það gangi.“
Myndband af endurhæfingu Kolbeins er hér að neðan.
#StarsAtAspetar ⚽️⚽️ ⚽️⚽️#Iceland National Team Footballer, @ksigthorsson chats about his recovery from injury, and his preference for Aspetar to recover, and what his team ambition in the upcoming 2018 FIFA World cup pic.twitter.com/dgj44Gb0Gn
— Aspetar سبيتار (@Aspetar) January 5, 2018