Mesut Ozil, sóknarmaður Arsenal verður samningslaus næsta sumar og getur þá farið frítt frá félaginu.
Arsenal vill halda leikmanninum enda algjör lykilmaður á Emirates en hann kom til félagsins frá Real Madrid árið 2013.
Félagið þarf hins vegar að brjóta launaþak sitt ef þeir vilja halda Þjóðverjanum sem vill fá svipuð laun og Paul Pogba fær hjá Manchester United en það er í kringum 300.000 pund á viku.
Corriere dello Sport greinir frá því í dag að Juventus hafi mikinn áhuga á því að fá Ozil til Ítalíu.
Ásamt Juventus hefur Manchester United áhuga á honum, sem og Barcelona.