Liverpool hefur spurst fyrir um Luis Suarez, framherja Barcelona en það er Dan Balon sem greinir frá þessu í dag.
Suarez er í guðatölu hjá stuðningsmönnum liðsins en hann spilaði með Liverpool á árunum 2011 til 2014 þar sem að hann var m.a valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Barcelona keypti hann hins vegar árið 2014 fyrir tæplega 65 milljónir punda og hefur hann verið frábær fyrir félagið síðan hann kom.
Philippe Coutinho, sóknarmaður Liverpool er sterklega orðaður við Barcelona þessa dagana en félagið vill fá að minnsta kosti 140 milljónir punda fyrir hann.
Eins og áður sagði hefur Liverpool nú spurst fyrir um Suarez og því gætu félögin gert með sér einhversskonar skipti, ef Börsungar eru ekki tilbúnir að borga uppsett verð fyrir Coutinho.