fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433

Klopp tjáir sig um söluna á Coutinho: Við gerðum allt sem við gátum

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 6. janúar 2018 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool hefur tjáð sig um sölu félagsins á Philippe Coutinho sem gekk til liðs við Barcelona fyrr í kvöld.

Kaupverðið er 146 milljónir punda samkvæmt Sky Sports og er hann þriðji dýrasti knattspyrnumaður sögunnar á eftir þeim Neymar og Kylian Mbappe.

Klopp er afar svekktur að missa einn sinn besta leikmann og segir að það hafi verið erfitt að kyngja þessu, þegar að félagaskiptin gengu í gegn.

„Það er erfitt að kyngja þessu en við erum að kveðja góðan vin, frábæra persónu og magnaðan leikmann í Philippe Coutinho,“ sagði Klopp í yfirlýsingu.

„Philippe var mjög skýr við mig, eigendur félagsins og liðsfélaga sína að hann vildi fara til Barcelina. Þrátt fyrir það náðum við að halda honum hér í sumar.“

„Ég get lofað stuðningsmönnum félagsins því að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess að halda leikmanninum hérna. Það er draumur hans að spila fyrir Barcelona og því miður gátum við ekki stoppað hann.“ Hann hefur staðið sig frábærlega í þau fimm ár sem hann hefur verið hérna og það er mjög erfitt að kveðja hann.“

„Ég skil mjög vel að stuðningsmenn félagsins eru svekktir og það er alltaf þannig þegar að maður kveður sérstakan leikmann. Þetta er hins vegar hluti af fótboltanum því leikmenn eiga sína eigin drauma og markmið. Leikmenn munu koma og leikmenn munu fara, þannig er fótboltinn.“

„Það er langt síðan að við höfum verið í svona góðri stöðu til þess að bregðast við svona brotthvarfi og við munum gera það. Ég hef verið hérna nægilega lengi til þess að kynnast sögu Liverpool og ég veit að stórir leikmenn hafa farið héðan. Ég hef ótrúlega trú á leikmannahópnum og við munum halda áfram að styrkja hann með eigendum félagsins.“

„Það er erfitt að kveðja Coutinho en á meðan höldum við, sem eftir erum að vinna að því að bæta félagið og vonandi getum við byrjað að skila titlum í hús sem allra allra fyrst,“ sagði Klopp að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Chelsea lagði Leicester

England: Chelsea lagði Leicester
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lykilmaður Arsenal frá í marga mánuði

Lykilmaður Arsenal frá í marga mánuði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þungt að sjá Aron fara út af – Telur að þetta hafi farið í gegnum huga hans

Þungt að sjá Aron fara út af – Telur að þetta hafi farið í gegnum huga hans
433Sport
Í gær

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum
433Sport
Í gær

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“
433Sport
Í gær

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United