Liverpool tók á móti Everton í enska FA-bikarnum í gærdag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Það voru þeir James Milner og Virgil van Dijk sem skoruðu mörk Liverpool í gær en Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði metin fyri Everton í stöðunni 1-0.
Í fyrri hálfleik átti sér stað atvik þar sem að Roberto Firmino og Mason Holgate lenti saman.
Holgate grýtti Firmino út í stúku en Firmino reiddist mjög við þetta, hljóp upp að Holgate og lét hann heyra það duglega.
Varnarmaðurinn brást ókvæða við þessu og hefur nú sakað sóknarmanninn um kynþáttaníð en Robert Madley, dómari leiksins setti atvikið á skýrslu hjá sér eftir leik.
Enska knattspyrnusambandið tilkynnti það svo núna rétt í þessu að þeir ætluðu sér að rannsaka málið betur.