Liverpool tók á móti Everton í enska FA-bikarnum í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
James Milner kom Liverpool yfir á 35. mínútu með marki úr vítaspyrnu og staðan því 1-0 í hálfleik.
Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði metin fyrir Everton með frábæru skoti um miðjan síðari hálfleikinn áður en Virgil van Dijk tryggði sínum mönnum sigur með skallamarki á 84. mínútu og lokatölur því 2-1 fyrir Liverpool.
Van Dijk var að vonum sáttur með frumraun sína í Liverpool treyjunni en hann stóð sig vel í leiknum.
„Þvílíkt kvöld. Þetta var algjörlega verðskuldað og það var ótrúlegt að spila á Anfield í kvöld. Að skora var svo sérstök stund fyrir mig og fjölskyldu mína,“ sagði varnarmaðurinn.
„Að spila á Anfield fyrir Liverpool er draumur allra leikmanna. Að skora mark gerir þetta ennþá sérstakara,“ sagði hann að lokum.