Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hefur opnað á nýjan leik.
Það má því búast við svakalegu fjöri næstu daga.
————–
Liverpool mun leyfa Philippe Coutinho að fara til Barcelona í janúar fyrir 140 milljónir punda. (Times)
Chelsea vill að Diego Simeone taki við af Antonio Conte í sumar. (Times)
Chelsea reynir að ganga frá kaupum á Ross Barkley og Andy Carroll. (Mail)
Kierean Tierney bakvörður Celtic er á óskalista Manchester United eins og Ryan Sessegnon hjá Fulham. (Record)
PSG og Tottenham vilja einnig fá Sessegnon. (MIrror)
Juventus telur að Emre Can komi frítt til félagsins frá Liverpool, 85 þúsund pund á viku og veglegur undirskriftar bónus. (Guardian)
Manchester United hefur framlengt samninga Juan Mata, Ander Herrera, Ashley Young og Daley Blind. (Mirror)
Manchester United vill fá Alex Sandro bakvörð Juventus. (Express)
Tottenham ætlar að hækka laun Harry Kane og Toby Alderweireld. (Independent)
Marseille vill fá Jack Wilshere frá Arsenal í sumar, frítt. (Mail)