Vincent Kompany fyrirliði Manchester City leggur það ti að lið í ensku úrvalsdeildinni lækki miðaverð sitt.
Miðaverð á Englandi er í hæstu hæðum og því komast ekki allir sem vilja á völlinn.
Mikið af ferðamönnum mæta á leiki í ensku úrvalsdeildinni frekar en fólkið sem hefur alist upp nálægt félaginu. Miðaverðið spilar þar stórt hluverk.
,,Nýtið fjárhagslega yfirburði deildarinnar til að lækka miðverð fyrir stuðningsmenn,“ segir Kompany.
,,Þeir sem lifa fyrir félagið og tengjast því mest eiga að komast á völlinn en ekki bara þeir sem hafa efni á því í dag.“
,,Til þess að fá bestu stemminguna á heimavöllinn þinn þá þarftu rétta fólkið á staðinn.“